Tix.is

Hljómahöll

Um viðburðinn

Eins og undanfarin ár verður Sönghópur Suðurnesja með aðventutónleika í Hljómahöll og fara þeir fram að þessu sinni þann 7. desember. Sönghópurinn hefur verið undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar frá árinu 2010.

Á dagskrá verða vönduð jólalög og viðeigandi efni í léttum dúr í anda hópsins. Með hópnum verður Strengjasveit nemenda Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og fleiri hljóðfæraleikarar og söngvarar sem verða auglýstir síðar.