Tix.is

Hljómahöll

Um viðburðinn

Thurston Moore og hljómsveit halda tónleika í Hljómahöll sunnudaginn 9. október næstkomandi. Miðasala hefst fimmtudaginn 1. september kl. 11 á tix.is. 

Það verður að teljast sannkallaður hvalreki fyrir tónlistarunnendur að Thurston Moore og hljómsveit séu á leiðinni til Íslands. Thurston stofnaði hljómsveitina Sonic Youth árið 1981 ásamt Kim Gordon en sveitin er ein af áhrifamestu hljómsveitum síðast liðinna 40 ára. Tilraunir Sonic Youth með riff og gítarstillingar í bland við dásamlega samsettar laglínur breyttu um margt landslaginu á jaðrinum í tónlistinni og ruddi brautina fyrir hljómsveitir eins og Nirvana og My Bloody Valentine. Eftir að Sonic Youth lagði upp laupana árið 2011 (hugsanlega tímabundið) hefur Thurston haldið áfram með sólóferil sem hófst árið 1995 með útgáfu Psychic Hearts. Hann hefur gefið út samtals sjö sólóplötur auk þess sem hann hefur gefið út fjölda hljómplatna sem meðlimur ýmissa hljómsveita og verkefna.

Thurston gaf út plötuna By The Fire árið 2020 sem fékk góða dóma og inniheldur m.a. lögin Hashish, Cantaloupe og Breath en þau eru með allra bestu lögum Thurston á sólóferlinum. Hann gaf síðan út instrumental plötuna Screen Time árið 2021 sem sver sig í ætt við bestu tilraunaplötur Sonic Youth.

Í hljómsveitinni eru ásamt Thurston Moore þau Debbie Googe á bassa sem er jafnframt bassaleikari My Bloody Valentine, James Sedwards á gítar sem er þekktastur fyrir að leiða hljómsveitina Nøught, Jon Leidecker (aka Wobbly) & Jem Doulton.

Tónleikarnir fara fram í hinum frábæra tónleikasal Stapa í Hljómahöll. Húsið opnar kl. 19:00, upphitun hefst kl. 20:00 og Thurston Moore stígur á svið kl. 21:00.


Rútuferðir á milli Reykjavíkur og Hljómahallar

Í miðakaupaferlinu býðst tónleikagestum að kaupa rútuferð sem fer á milli Reykjavíkur og Hljómahallar.

Rútan fer frá bílaplaninu hjá N1 Hringbraut (Hringbraut 12, 101 Reykjavík) til Hljómahallar kl. 18:30 og fer aftur til Reykjavíkur um leið og tónleikunum lýkur. Rúturnar eru merktar BUS4U.

Miðaverð fyrir báðar ferðir er 3.000 kr. á mann.