Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Fyrir ykkur sem misstuð af tónleikum Gunnars þann 7. mars síðast liðinn, tækifærið er núna.

Gunnar Þórðarson  fagnaði 75 ára afmæli í janúar 2020 og af því tilefni var blásið til glæsilegra tónleika í Eldborg Hörpu þann 7. mars sl. og þeir verða endurteknir 15. nóvember. Gunnar hefur átt einkar glæsilegan og farsælan feril sem laga og texta höfundur. Eftir hann liggja 830 lög og ein ópera,  mikið lögum Gunnars hafa fyrir löngu fest sig í sessi í Íslensku þóðarsálinni. Nægir þar að nefna lög eins og Bláu augun þín, Fyrsti kossinn, Við Reykjavíkur tjörn, Himinn og Jörð og Þitt fyrsta bros.

Þessi lög ásamt fleiri dægurperlum Gunnars munu hljóma í Eldborg þann 15. nóvember næstkomandi.

Meðal flytjenda verða Eyþór Ingi, Jóhanna Guðrún, Páll Óskar, Stefanía Svavars og Eiríkur Hauksson.

Ekki missa af þessum einstaka viðburði.

Söngur:
Eyþór Ingi
Jóhanna Guðrún
Stefanía Svavars
Páll Óskar Hjálmtýsson
Eiríkur Hauksson
Gunnar Þórðarson

Hljómsveit undir stjórn:
Haraldar Sveinbjörnssonar