Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Múlinn Jazzklúbbur:  Rebekka Blöndal & Marína Ósk / Social Call
Marína Ósk, söngur
Rebekka Blöndal, söngur
Anna Gréta Sigurðardóttir, píanó
Þorgrímur Jónsson, bassi
Matthías Hemstock, trommur

Jazzsöngkonurnar Rebekka Blöndal og Marína Ósk hafa verið iðnar við tónleikahald síðustu misseri og unnið sér inn verðskuldað pláss á íslensku jazzsenunni. Þær koma nú saman í fyrsta skipti og bera á borð tónleikadagskrá innblásna af plötunni The Carmen McRae-Betty Carter Duets. Á þeirri dýrindis plötu má heyra þær Carmen og Betty opna á samtalskennda túlkun þekktra og minna þekktra standarda, þær skatta á ská og stutt er bæði í alvarleikann og húmorinn. Rebekka og Marína ætla að flytja lög af umræddri plötu sem ásamt lögum sem voru á dagskrá þessara jazzgoðsagna og leika sér á landamærum jazzsöngsdúetta. Meðal laga sem verða á efnisskránni eru Stolen Moments, Sometimes I’m Happy og What A Little Moonlight Can Do.