Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Þann 2.júlí næstkomandi kl. 20 blæs Ingibjörg Elsa Turchi til tónleika í Kaldalóni í Hörpu ásamt hljómsveit sinni. Á efnisskránni verður leikin tónlist af plötu hennar Wood/work frá 2017 og af nýrri plötu sem kemur út í byrjun júlí, að nafni Meliae. Ingibjörg og hljómsveit fóru í hljóðver í september 2019 og verður þeirri útgáfu fagnað á tónleikunum. Birgir Jón Birgisson sá um upptökustjórn og Ívar Ragnarsson um hljóðblöndun.

Ingibjörg hefur verið afar sýnileg í íslensku tónlistarlífi síðustu ár og hefur komið fram með mörgum af ástsælustu listamönnum þjóðarinnar, svo sem Emilíönu Torrini, Bubba Morthens, Teiti Magnússyni og Stuðmönnum svo fátt eitt sé nefnt. Þar að auki hefur Ingibjörg komið reglulega fram undir eigin nafni þar sem hún kannar hljóðheim rafmagnsbassans, sem er hennar aðalhljóðfæri.

Tónlist Ingibjargar má lýsa sem einskonar blöndu hins rafmagnaða og hins náttúrulega. Í gegnum endurtekningar skapar Ingibjörg einstakan og dáleiðandi hljóðheim, sem hún brýtur upp með melódískum bassalínum. Þannig gerir músík hennar tilraun til að víkka út mörk þess sem rafmagnsbassinn er fær um.

Í ljósi þess að tveggja metra reglan er nú valkvæð, skv. leiðbeiningum yfirvalda, biðjum við gesti sem vilja tryggja sér þá fjarlægð vinsamlegast að hafa samband við miðasölu Hörpu í síma 528-5050.

Hljómsveitina skipa:
Ingibjörg Elsa Turchi – Rafbassi
Tumi Árnason – Saxófónn
Magnús Trygvason Eliassen – Trommur
Hróðmar Sigurðsson – Gítar
Magnús Jóhann Ragnarsson – Píanó

Tónleikarnir eru styrktir af Ýli tónlistarsjóði.

Umfjallanir
„Tónlistin sjálf er algerlega æðisleg . . . mínimalískur bassaleikur sem myndar taktviss stef og lykkjur. Hljóðið er unnið og nótum og skölum vafið haganlega saman . . . virkilega áhlýðilegt verk“
Arnar Eggert Thoroddssen, í dómi sínum um “Wood/work”

“Ingibjörg Turchi’s virtuosic ensemble played a set of warm, charming instrumental music that hovered between jazz, post-rock, formal composition and improvisation.”
John Rogers, The Reykjavík Grapevine