Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

ORÐIN HLJÓÐ er yfirskrift Tónlistarhátíðar Rásar 1 sem haldin verður í Norðurljósasal Hörpu laugardaginn 23. nóvember kl. 16 og verður útvarpað í beinni á Rás 1.
 Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin en listrænn stjórnandi hennar í ár er Daníel Bjarnason. Frumflutt verða fjögur verk sem sérstaklega voru pöntuð fyrir hátíðina og tengjast þema hennar, en tónskáldin völdu hvert sitt ljóðskáld til samvinnu. Verkin á tónleikunum eru afrakstur þessa samstarfs þar sem tónskáldin vinna með textann á ýmsan hátt og flétta hann við tónlist sína bæði sem söng og upplestur.

Tónskáldin og textaskáldin eru:

·         María Huld Markan Sigfúsdóttir og Kristín Eiríksdóttir

·         Páll Ragnar Pálsson og Ásdís Sif Gunnarsdóttir

·         Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir og Sigurbjörg Þrastardóttir

·         Kjartan Holm og Jóhannes Ólafsson

Öll verkin verða flutt af Strokkvartettinum Sigga auk þess sem söngkonurnar Hildigunnur Einarsdóttir og Ingibjörg Fríða Helgadóttir koma fram. Milli verkanna á tónleikunum verða leikin viðtöl við tón- og textahöfundana auk þess sem leiknar eru stuttar útvarpshugleiðingar um samspil tónlistar og texta.

Efnisskrá:
Ingibjörg Ýr Skarphéðinsdóttir: Klakabrennur II
Texti: Sigurbjörg Þrastardóttir
Flytjendur: Strokkvartettinn Siggi og Hildigunnur Einarsdóttir söngkona

Páll Ragnar Pálsson: Stefnumót við sjálfið
Texti: Ásdís Sif Gunnarsdóttir
Flytjendur: Strokkvartettinn Siggi og Ásdís Sif Gunnarsdóttir

Kjartan Holm: Skrauthvörf
Texti: Jóhannes Ólafsson
Flytjendur: Strokkvartettinn Siggi og Ingibjörg Fríða Helgadóttir söngkona

María Huld Markan Sigfússdóttir: Umfang
Texti: Kristín Eiríksdóttir
Flytjendur: Strokkvartettinn Siggi og Illugi Jökulsson

Umsjón með útvarpsverkum hátíðarinnar er í höndum Guðna Tómassonar sem einnig er kynnir á tónleikunum.

Hátíðin er haldin í samstarfi við Hörpu og er viðburður sem enginn unnandi samtímatónlistar eða útvarpsmiðilsins má láta fram hjá sér fara.