Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Félagarnir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson hafa sungið reglulega saman í tæplega þrjá áratugi. Á komandi jólaföstu bjóða þessir vel slípuðu söngmenn upp á jólatónleikana „Nokkrar notalegar jólaábreiður“.

Það má segja að tónleikarnir séu sjálfstætt hátíðarframhald af plötum sem þeir sendu frá sér fyrir nokkrum árum undir ábreiðu-formerkjum. Víst er að ekki er vanþörf á ábreiðum í desember og óhætt að fullyrða að í Silfurbergi Hörpu verði notalegt og hlýtt þann 14. desember n.k.

Á dagskránni verður jólamúsík af ýmsu tagi, jafnt uppáhaldsjólalög sem og lög sem þeir hafa hljóðritað sundur eða saman í gegnum tíðina. Ekki er ósennilegt að með slæðist fáein númer af ábreiðuplötum þeirra og jafnvel sitthvað fleira.

Þá er öruggt að góða skapið verður með í för.

Þeim til fulltingis verður fullveðja hljómsveit skipuð einvala spilurum á heimsmælikvarða.