Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Finnskar konur voru þær fyrstu í heiminum til að öðlast kosningarétt. Ekki löngu seinna fylgdu stöllur þeirra á Íslandi og Bretlandi í fótspor þeirra. Ekki voru allar konur þó með sömu réttindi, en að lokum, fyrir um það bil 100 árum, fengu allar konur í þessum löndum rödd. Þrátt fyrir þetta mikla afrek er ennþá að finna of lágt hlutfall kvenna á mörgum vettvöngum þjóðlífsins, tónlist er þar á meðal. Með þetta í huga er hér kynnt efnisskrá af verkum eftir konur frá Bretlandi, Íslandi og Finnlandi, þ.á.m. Judith Weir og Kaija Saariaho. Verkin verða flutt af tónlistarkonunum Helen Whitaker (flauta), Matthildi Önnu Gísladóttur (píanó) og Guðnýju Jónasdóttur (knéfiðla). Markmið verkefnisins er að undirstrika rödd kvenna í hinum sígilda tónlistargeira, og sýna fram á fjölbreytt litbrigði þeirra tónskálda sem hér verða flutt. Efnisskráin leggur megin áherslu á flautuna, en þau hljóðfæri sem munu koma fyrir eru flauta, altflauta, pikkólóflauta, knéfiðla og píanó.

Helen Whitaker is margverðlaunaður flautuleikari með fjölbreyttan feril. Hún stundaði nám við Trinity Laban Conservatoire of Music and Dance í London, og deilir tíma sínum á milli þess að flytja lifandi tónlist og vinna í hljóðverum, en hún hefur komið við sögu á mörgum hljómplötum í gegnum tíðina. M.a. hefur hún unnið með hljómsveitum og tónlistarmönnum eins og The Leisure Society, Ray Davies, Laura Marling og 5 Billion in Diamonds (Butch Vig), ásamt því að flytja nútímatónlist með hópum eins og The Colin Currie Group og Lontano. Helen er einnig með­framkvæmdastjóri og fyrsti flautuleikari ALDAorchestra sem hún stofnaði árið 2016 ásamt Helga Rafn Ingvarssyni, tó nskáldi og stjórnanda.?Nánari upplýsingar, t.d. upptökur og greinar, má finna á heimasíðu Helenar: https://helen­whitaker.co.uk/

Matthildur Anna Gísladóttir lauk bachelornámi í einleik frá Listaháskóla Íslands árið 2007. Næst lá leiðin til London þar sem hún lauk meistaranámi í meðleik við Royal Academy of Music. Árið 2014 útskrifaðist hún frá Alexander Gibson Opera School í Royal Conservatoire of Scotland með master í óperuþjálfun. Þar hlaut hún James H. Geddes Repetiteur verðlaunin. Þá hefur hún komið einnig komið að óperuuppsetningum m.a. hjá Íslensku Óperunni, Óperudögum í Kópavogi, British Youth Opera, Clonter Opera, Edinburgh Grand Opera, Lyric Opera Studio í Weimar, Scottish Opera, Royal Academy Opera, og Co­Opera Co í London. Matthildur gegnir nú stöðu aðjúnkts í hljóðfæraleik við Listaháskóla Íslands auk þess sem hún er meðleikari við Menntaskólann í Tónlist.

Guðný Jónasdóttir sellóleikari útskrifaðist með einleikaragráðu á mastersstigi frá Royal Academy of Music í London árið 2013 eftir að hafa einnig lært við Listaháskóla Íslands og Musikhochschule Lübeck í Þýskalandi. Guðný hefur leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Ungfóníu og nýlega kom hún fram sem einleikari í tvöföldum konstert eftir J. Brahms með Eugene Lee og Southbank Sinfonia í St. Martin­in­the­fields, Trafalgar Square. Hún er búsett og starfar sem sellóleikari í Lundúnum. Ásamt því að vera eftirsóttur kammermúsíkant víða um Evrópu hefur hún spilað hljómsveitum á borð við Philharmonisches Orchester Lübeck, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Southbank Sinfonia, Orchestra of St. Pauls og Royal National Scottish Orchestra