Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Sunnudaginn 1. desember kl. 17:00 stendur Stórsveit Reykjavikur fyrir árlegum barna- og fjölskyldutónleikum undir yfirskriftinni “Jólafjör”. Tónleikarnir hafa vakið mikla lukku í gegnum árin, sérstaklega hjá yngri hlustendum sem fá tækifæri til að skyggnast inn í töfraheim jazz- og stórsveitartónlistar.

Í ár býður Stórsveit Reykjavíkur rithöfundinum og teiknaranum Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur í heimsókn en hún hefur vakið mikla athygli fyrir bækur sínar síðustu misseri og njóta skrif hennar mikilla vinsælda meðal yngri lesenda. Bergrún hefur hlotið lof fyrir verk sín og ýmsar tilnefningar og verðlaun.

Bergrún ætlar m.a. að flytja nýja jólasögu sem hún hefur samið sérstaklega fyrir þetta tilefni og til að styðja við flutninginn mun Stórsveitin leika nýja tónlist og útsetningar eftir Hauk Gröndal. Þeim til fulltingis verður söngkonan Ragnheiður Gröndal og Barnakórinn við Tjörnina.

Tónleikarnir eru sem fyrir segir sunnudaginn 1. desember í Silfurbergi hefjast kl. 17:00.

· 10% afsláttur fyrir eldriborgara, öryrkja og námsmenn. Aðeins afgreitt í miðasölu Hörpu.

· Ef keyptir eru miðar á a.m.k þrenna tónleika í einu fæst 20% afsláttur. Aðeins afgreitt í miðasölu Hörpu.