Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Hollensk/bandaríski píanóleikarinn Vincent van Gelder flytur verk sitt Guardians of Iceland: Eylin‘s Journey. Um heimsfrumflutning verksins er að ræða, en 13 ára dóttir Vincents, Natalie van Gelder hefur útbúið myndverk til stuðnings tónlistinni.

Meðal annarra verka á efnisskránni má nefna Gaspard de la nuit eftir Maurice Ravel, auk verka eftir Franz Liszt.

Vincent van Gelder hefur unnið til verðlauna fyrir píanóleik sinn, t.a.m. í hinni alþjóðlegu Liszt-Garisson keppni og New York Artist keppninni. Hann hefur auk þess haldið tónleika á virtum tónleikastöðum á borð við Carnegie Hall í New York og hlotið lof fyrir.