Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Gervigreind hefur rutt sér mjög til rúms á ýmsum sviðum hin seinni ár. Það er skoðun málsmetandi manna að sú þróun haldi áfram af sífellt meiri þunga á komandi árum. Listgreinar fara ekki varhluta af þessari þróun og hafa vaknað upp áleitnar spurningar um höfundarétt í því sambandi. Hver er í raun höfundur verks sem gjört er af gervigreindarhugbúnaði? Hver fer með réttindi slíkra verka? Njóta þau sömu lögbundnu verndar og önnur mannanna listaverk hafa gert hingað til? Þessum og fleiri spurningum verður m.a. upp velt á þessari ráðstefnu, sem STEF (Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar) stendur fyrir í Hörpu þann 22. mars n.k.

Í lok ráðstefnunnar verður flutt tónverk, sem fundargestir taka þátt í að semja.

Ráðstefnan hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 16:00.

Innifalið í miðaverði er hádegisverður af hlaðborði, auk kaffi og meðlætis.

  • Almennt miðaverð: 24.500 kr.
  • Námsmenn: 5.000 kr. Ath: Aðeins gegn framvísun skólaskírteinis í miðasölu Hörpu.
  • Meðlimir STEFs: Ókeypis. Á vefsvæðinu stef.is er að finna upplýsingar um það hvernig meðlimir tryggja sér miða. 

 
Fundarstjóri: Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs

 Fyrirlesarar:

  • David Sidebottom frá Futuresource Consulting in London
  • Lára Herborg Ólafsdóttir, héraðsdómslögmaður sem rannaskað hefur samspil löggjafar og upplýsingatækni.
  • Kjartan Ólafsson, tónskáld og stofnandi gervigreindarfyrirtækisins Calmus
  • Baldur Baldursson, forstöðumaður hljóðhönnunardeildar CCP
  • Wim van Limpt, framkvæmdastjóri BUMA/Stemra, systursamtaka STEFs í Hollandi.

http://stef.is/wp-content/uploads/2018/02/Artificial-Intellegence-and-Copyright-Ráðstefna-Program-2.pdf.pdf