Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Jólatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru árlegt tilhlökkunarefni hjá ótal fjölskyldum enda kemur fram með sveitinni fjöldi listamanna, bæði reyndir og virtir listamenn og yngri tónlistarnemar og dansarar sem eru að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu.

Í ár verða tónleikarnir með glæsilegasta móti. Þar hljómar falleg jólatónlist frá ýmsum tímum, meðal annars hátíðlegur jólaforleikur og dans úr Svanavatninu eftir Tsjajkovskíj.

Már Gunnarsson flytur eigið jólalag sem er sérstaklega útsett fyrir tónleikana en Már hefur verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi að undanförnu. Hljómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason og kynnir er trúðurinn Barbara.

Tónleikarnir eru túlkaðir á táknmáli.

Miðasala hefst mánudaginn 5. október kl. 13
Í samræmi við sóttvarnarlög verður sætaframboð á þessa tónleika takmarkað og eitt autt sæti milli allra pantana til að tryggja nálægðarmörk milli gesta. Við biðjum tónleikagesti að gæta vel að sóttvarnarreglum og kynna sér leiðbeiningar til tónleikagesta áður en mætt er á tónleikana.

EFNISSKRÁ
Robert Sheldon Jólaforleikur
Linda McKechnie Hringjum jólabjöllum
Pjotr Tsjajkovskíj Dans litlu svananna
Meredith Williams Nú minnir svo ótal margt á jólin
Már Gunnarsson Jólin koma með þér
Fleiri sígild jólalög

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Bjarni Frímann Bjarnason

EINLEIKARI
Már Gunnarsson

EINSÖNGVARAR
Páll Óskar Hjálmtýsson
Valgerður Guðnadóttir
Kolbrún Völkudóttir

KYNNIR
Trúðurinn Barbara