Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Í ljósi samkomutakmarkana vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hefur Sinfóníuhljómsveitar Íslands ákveðið að aflýsatónleikunum. Miðahafar geta nýtt upphæðina á aðra tónleika hljómsveitarinnar eða fengið miðana endurgreidda í miðasölu Hörpu.

Nýtt og gamalt fléttast listilega saman á þessari efnisskrá sem spannar allt frá Beethoven til nýrrar tónlistar. Outi Tarkianen er fædd í Lapplandi og hefur hlotið mikið lof fyrir tónlist sína, meðal annars tilnefningu til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2018. Nýjasta verk hennar er innblásið af ís á Norðurslóðum og hægu ferli árstíðanna.

Hin ljóðræna fiðlurómansa Beethovens hljómar í flutningi Unu Sveinbjarnardóttur, og nýlegur túbukonsert bandaríska tónskáldsins Matthew Hightower í flutningi Nimrods Ron, en bæði eru fastráðin hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og í hópi fremstu tónlistarmanna hér á landi. George Walker var fyrsta svarta tónskáldið til að hljóta Pulitzer-verðlaunin í tónlist og Lyric fyrir strengi er hans þekktasta verk, ljóðrænt og innilegt. Tónleikunum lýkur á norðurslóðum, með meistaraverki Sibeliusar sem sótti innblástur í finnsk þjóðkvæði og goðsagnir.

Miðasala hefst mánudaginn 5. október kl. 13
Í samræmi við sóttvarnarlög verður sætaframboð á þessa tónleika takmarkað og eitt autt sæti milli allra pantana til að tryggja nálægðarmörk milli gesta. Við biðjum tónleikagesti að gæta vel að sóttvarnarreglum og kynna sér leiðbeiningar til tónleikagestaáður en mætt er á tónleikana.

EFNISSKRÁ
Outi Tarkiainen Songs of the Ice, frumflutningur
Ludwig van Beethoven Rómansa í F-dúr op. 50
George Walker Lyric fyrir strengjasveit
Matthew Hightower Túbukonsert
Jean Sibelius Dóttir norðursins

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Eva Ollikainen

EINLEIKARAR
Una Sveinbjarnardóttir fiðla
Nimrod Ron túba