Tix.is

Harpa

Um viðburðinn

Rakel Sigurðardóttir, söngur
Karl Olgeirsson, hammond orgel
Ásgeir Ágeirsson, gítar
Ólafur Hólm, trommur
Karl Orgeltríó, sem var stofnað 2013 hefur leikið einhvers konar blöndu jazz og popps og blandað saman nýju og gömlu. Árið 2017 sendi tríóið frá sér geisladiskinn “Happy Hour” með Ragga Bjarna sem reyndist vera síðasta hljómplata þess snjalla söngvara. Mörg lög af henni komu við sögu vinsældarlista og á þessu ári rataði dúett Röggu Gröndal og Ragga Bjarna af útgáfutónleikum plötunnar á vinsældarlista Rásar tvö.  Karl Orgeltríó sendi frá sér lag af komandi plötu fyrr í sumar og fékk til liðs við sig hina ungu og hæfileikaríku söngkonu Rakel Sigurðardóttur. Gestir Múlans fá að heyra nýja lagið og sitthvað fleira á tónleikunum.