Tix.is

Um viðburðinn

Á tónleikum Ellenar Kristjánsdóttur söngkonu og Eyþórs Gunnarssonar píanó- og hljómborðsleikara verða á efnisskránni íslensk sönglög, sálmar og ýmis uppáhaldslög söngkonunnar. Ellen hefur gefið út margar plötur í eigin nafni en einnig átt frjótt samstarf við annað tónlistarfólk, þar á meðal Magnús Eiríksson og Mannakorn. Eyþór hóf feril sinn með hljómsveitinni Mezzoforte á árinu 1977. Hann hefur komið fram á fjölda tónleika og átt þátt í gerð um 200 hljómdiska í samstarfi við helstu tónlistarmenn þjóðarinnar. Hér gefst einstakt tækifæri að heyra og sjá þetta framúrskarandi listafólk í fallegum tónleikasal Norræna hússins.

Sumartónleikar
Fjórða tónleikaröð Norræna hússins verður sérstaklega glæsileg. Að meðtöldum fjórum kvöldum með framúrskarandi íslensku tónlistarmönnum býður húsið í ár upp á fjóra vel þekkta tónlistarmenn frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Frá draumkenndu og kvikmyndalegu avant-poppi og friðsælli píanótónlist yfir í rytmískt elektró popp – í sumar verður jafnvel enn breiðara úrval af tónlistarkonfekti en í fyrra.

Tónleikaröðin fer fram á miðvikudögum í sumar frá 1. júlí til 19. ágúst kl. 21.00. Aðgangseyrir er 2.000-3000 kr og 1.500 kr fyrir námsmenn og eldri borgara.