Tix.is

Um viðburðinn

Óhætt er að segja að smá tryllingur hafi skapast þegar hljómsveitin ADHD tróð upp í Norræna húsinu í fyrrasumar. Það var hreinlega slegist um miðana og margir þurftu frá að hverfa. Liðsmenn hljómsveitarinnar hlakka til endurkomunnar í ár þar sem Íslendingum gefst nýtt tækifæri til að sjá þá og heyra. En hafið hraðan á því miðarnir eiga eftir að renna út eins og heitar lummur!

Sumartonleikar
Fjórða tónleikaröð Norræna hússins verður sérstaklega glæsileg. Að meðtöldum fjórum kvöldum með framúrskarandi íslensku tónlistarmönnum býður húsið í ár upp á fjóra vel þekkta tónlistarmenn frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Frá draumkenndu og kvikmyndalegu avant-poppi og friðsælli píanótónlist yfir í rytmískt elektró popp – í sumar verður jafnvel enn breiðara úrval af tónlistarkonfekti en í fyrra.

Tónleikaröðin fer fram á miðvikudögum í sumar frá 1. júlí til 19. ágúst kl. 21.00. Aðgangseyrir er 2.000-3000 kr og 1.500 kr fyrir námsmenn og eldri borgara.