Tix.is

Um viðburðinn

Á 112 ára afmælisdegi Víkings munu Bikarmeistararnir taka á móti Hetjum Víkings frá fyrri árum.  

Á þessum fordæmalausu tímum eru góðu ráðin dýr sem aldrei fyrr. Þá snúum við bökum saman með tveggja metra millibili og finnum leiðir til að njóta fótbolta og um leið að styðja við félagið okkar.

Með það að markmiði höfum við sett upp sýndarleik, sem háður verður í höfðinu á okkur öllum en ekki á vellinum, á 112 ára afmælisdegi Víkings þann 21. apríl 2020. Þar munu etja kappi ríkjandi bikarmeistarar Víkings og Hetjur fortíðarinnar.

Úrvalslið leikmanna frá árunum 1980 til 2018 mun mæta ellefu manna byrjunarliði bikarmeistaranna sem Arnar Gunnlaugsson stillir upp. Úrvalsliðið verður valið af stuðningsmönnum Víkings, einn leikmaður á dag fram að leiknum.

Kaupið miða og takið þátt í leiknum með okkur. Þannig er hægt að styðja við félagið okkar og auka líkurnar á að liðið muni berjast um þann stóra á komandi tímabili!

Allir sem kaupa miða á leikinn fá senda mynd af bikarmeisturunum!

Miðar kosta á bilinu 1.000 til 10.000 kr., eftir því hversu náið þú vilt vera með okkur í leiknum.