Tix.is

Um viðburðinn

Í tilefni HönnunarMars er boðið upp á hádegisfyrirlestur um norræna hönnunarsamstarfið PAVILION NORDICO. Ljúffengur hádegisverður frá MATR innifalinn. Kynningin fer fram á ensku. Ókeypis aðgangur.

PAVILION NORDICO er norræn listamiðstöð í Buenos Aires, Argentínu, sem opnaði árið 2019. Þar er boðið upp á eins mánaða dvöl fyrir allt að 10 hönnuði í sögulegu einbýlishúsi í hjarta borgarinnar þar sem listamenn geta unnið að einstaklingsverkefnum og tengst staðbundinni list og menningu.

Teymi frá PAVILION NORDICO kynnir miðstöðina og norræna-argentínska hönnunarverkefnið PN1 sem er afrakstur hennar. Kynningin veitir um leið innsýn í handverkshefðir og hönnunarsenuna í Argentínu.

PN1 er fyrsta stóra hönnunarsamstarf Norðurlanda og Argentínu á þessari öld. Verkefnið fól í sér að í upphafi þessa árs var fimm ungum norrænum hönnuðum boðið til Buenos Aires til að vinna saman að frumgerð með þarlendum hönnunarstofum og listafólki.

Þeir sem vilja íhuga þátttöku í PAVILION NORDICO eru sérstaklega hvattir til að mæta á kynninguna.

Þeir sem kynna eru:
- Sara Løve Daðadóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri PAVILION NORDICO
- Juan Garcia Mosqueda, argentínskur hönnunarsýningarstjóri
- Danska hönnunarteymið Fredrik Nystrup-Larsen og Oliver Sundqvist