Tix.is

Um viðburðinn

Ítalska söngvabókin Il canzionere italiano er safn fjórtán sönglaga eftir Þorvald Gylfason prófessor við ljóð eftir Kristján Hreinsson skáld og heimspeking í ítalskri þýðingu Olgu Clausen, aðalræðismanns Íslands í Mílanó. Lögin eru flest sótt í fyrri flokka þeirra Þorvalds og Kristjáns – Heimspeki hjartans, Svífandi fuglar og Sextán söngvar fyrir sópran og tenór – og heyrast nú flutt á ítölsku í fyrsta sinn. Þórir Baldursson tónskáld hefur útsett sum lögin.

Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran og Sigurður Helgi Oddsson píanó frumflytja ljóðaflokkinn í Hannesarholti sunnudaginn 22. marz 2020 kl. 16. Höfundar flytja stuttar skýringar á undan hverju lagi og ljóði. Tónleikarnir eru liður í undirbúningi undir flutning söngvabókarinnar á Ítalíu innan tíðar.

Þorvaldur Gylfason hefur samið um 100 sönglög, m.a. Sautján sonnettur um heimspeki hjartans, Söngva um svífandi fugla og Sjö sálma við kvæði Kristjáns Hreinssonar og Fimm árstíðir við kvæði Snorra Hjartarsonar. Sonnetturnar voru frumfluttar í Hörpu 2012 og 2013, fuglasöngvarnir í Salnum í Kópavogi og Bergi á Dalvík 2014 og á RÚV 2020, sálmarnir í Langholtskirkju 2014 og í Guðríðarkirkju 2015 og Fimm árstíðir í Hannesarholti 2017.

Nánari upplýsingar á:

https://notendur.hi.is/gylfason/%C3%8Dtalska%20s%C3%B6ngvab%C3%B3kin.html