Tix.is

Um viðburðinn

Ástir Guðdómsins

Tónleikar í Breiðholtskirkju laugardaginn 7. mars, 2020 kl. 15:15
Kór Breiðholtskirkju
stjórnandi: Örn Magnússon

Efnisskrá tónleikanna:

Tveir latneskir tvísöngvar úr Melodia (Rask 98)

Ave Regina Coelorum / Sæl drottning himnanna (forn Maríubæn)
Meliora sunt ubera tua vino / Atlot þín eru ljúfari en vín (úr Ljóðaljóðum)

Giovanni Pierluigi da Palestrina
Fimm mótettur úr Canticum Canticorum / Ljóðaljóðum
(fyrir 5 raddir)

I. Osculetur me, osculo oris sui / Kysstu mig kossi vara þinna
II. Trahe me: post te, curremus / Dragðu mig með þér, hlaupum
iii. Nigra sum, sed formosa / Ég er dökk og yndisleg
IV. Vineam meam non custodivi / Vínekru minnar gætti ég ekki
V. Si ignoas te, o pulchra inter mulieres / Vitir þú það ekki, þú fegurst meðal kvenna

Mótetta um sálmalagið
Guð þann engil sinn Gabríel (Flandern, 16. öld / þýðing úr Graduale)

Hreiðar Ingi Þorsteinsson
Þrír liðir úr Messu á móðurmáli

Kiriall
Heilagur
Guðs lamb

Lux Aeterna



Um Kór Breiðholtskirkju

Kór Breiðholtskirkju er 44 ára gamall kór, en starfar í dag sem kammerkór kirkjunnar og er skipaður um 24 reyndum söngvurum. Stjórnandi er kantor kirkjunnar, Örn Magnússon. Raddþjálfi kórsins er Marta G. Halldórsdóttir

Auk þess að prýða messur og aðrar athafnir í kirkjunni með söng sínum undirbýr kórinn einnig stærri og viðameiri verkefni yfir árið.
Kórinn söng Hallgrímsmessu í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu þann 6. október síðastliðinn ásamt sr. Magnúsi Birni Björnssyni sóknarpresti, en Hallgrímsmessa er einstakur viðburður sem á upptök sín í Breiðholtskirkju og sú messa er sungin einu sinni á ári. Á allraheilagramessu þann 3. nóvember síðastliðinn söng kórinn huggunarríka tónlist á kórandakt í kirkjunni, þar sem genginna kynslóða var minnst.
Í desember voru haldnir hinir árlegu jólatónleikar Kórs Breiðholtskirkju með sinni rökkurstemningu og kertaljósum. Nú síðast í janúar tók kórinn þátt í Myrkum músíkdögum í flutningi á “Úr Egils sögu” (2004) eftir Gavin Bryars með Caput hópnum og færeyska stórsöngvaranum Rúna Brattaberg.

Um 15:15 tónleikasyrpuna


Árið 2002 var stofnað til nýrrar tónleikaraðar á Nýja sviði Borgarleikhússins. Nafnið var kennt við þann tíma dags sem tónleikarnir voru haldnir. Eftir fimm ára farsælt samstarf við Borgarleikhúsið fluttist 15:15 tónleikasyrpan í Norrænahúsið þar sem hún var til húsa þar til síðastliðið vor. Nú hefur 15:15 tónleikasyrpan aðsetur í Breiðholtskirkju. 15:15 tónleikasyrpan er vettvangur grasrótar í tónlist þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og tilraunastarfsemi og tónlistarmenn geta flutt og kynnt þá tónlist sem þeim er hugleikin hverju sinni. Þeir hópar sem komið hafa fram undir merkjum 15:15 tónleikasyrpunnar eru m.a. tónlistarhóparnir Benda, Camerarctica, Caput, Dísurnar, Duo Harpverk og Hnúkaþeyr. Einnig hafa komið fram fjöldi söngvara og hljóðfæraleikara og flutt allt frá forntónlist til nútímatónlistar víðsvegar að.