Tix.is

Um viðburðinn

Laura Naukkarinen, eða Lau Nau eins og hún kallar sig í tónlistarheiminum, er eitt athyglisverðasta nafnið í nútíma finnsku tónlistarlífi. Myndræn tónverk hennar eru framsækin og falleg en þar blandar hún saman lifandi hljóðfærum, rafhljóðfærum og umhverfishljóðum. Hljóðmyndir hennar hafa prýtt listaverk og kvikmyndir og hún kemur í Norræna húsið með tríó sem mun bjóða upp á lifandi og nýstárlega ferð inn á framandi lendur tónlistarinnar.

Fjórða tónleikaröð Norræna hússins verður sérstaklega glæsileg. Fyrir utan fjögur kvöld med framúrskarandi íslensku tónlistarmönnum býður húsið í ár upp á fjóra vel þekkta tónlistarmenn frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Frá draumkenndu og kvikmyndalegu avant-poppi og friðsælli píanótónlist yfir í rytmískt elektró popp – í sumar verður jafnvel enn breiðara úrval af tónlistarkonfekti en í fyrra.

www.nordichouse.is