Tix.is

Um viðburðinn

Leikfélag Keflavíkur setur upp vinsæla fjölskyldusöngleikinn Benedikt búálf.
Benedikt búálfur er skemmtilegt og fjörugt leikrit eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson með
hressandi og vel gerðum lögum eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Sýningin var fyrst
sett upp á Íslandi árið 2002 í leikstjórn Gunnars Gunnsteinssonar.
Nú er það Ingrid Jónsdóttir sem leikstýrir þessari frábæru uppfærslu á Benedikt, en
hún hefur komið víða við sem leikstjóri og leikkona. Leikritið fjallar um Dídí
mannabarn og Benedikt búálf sem leggja af stað í hættuför að bjarga Tóta tannálfi,
en hvað gerist í álfheimum ef tannálfurinn er ekki þar? Jú, þá fá allir álfarnir tannpínu
og þá er illt í efni.
Barnasýningar hafa ávallt verið flottar hjá Leikfélagi Keflavíkur og Benedikt búálfur er
enginn undantekning. Hér er um að ræða flottan hóp af áhugaleikurum, bæði
reyndum og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref. Leikfélagið hefur lagt allt í þessa
skemmtilegu sýningu og við lofum ykkur mjög góðri skemmtun.
Hlökkum til að sjá ykkur!