Tix.is

Um viðburðinn

Söngkonan frábæra, lagasmiðurinn og magnaður persónuleiki, hin Grammytilnefnda Tove Lo heldur sannkallaða stórtónleika í Silfurbergi Hörpu í ágúst.

Hin sænska Tove Lo hefur meðal annars samið og og sungið lögin Habits (Stay High), Cool Girl, Glad He´s Gone og nýjasti smellurinn, Bikini Porn er að gera það gott á vinsældarlistum í dag.

Tove Lo kom fyrst fram á sjónarsviðið árið 2014 með fyrstu plötunni sinni Queen of the Clouds sem sló í gegn og varð gríðarvinsæl í heiminum öllum. Á þeirri plötu var hið geysivinsæla lag Habits (Stay High)

Tove Lo semur að sjálfsögðu öll lögin sín sjálf en svo hefur hún unnið með fjölmörgum listamönnum á borð við Alesso, Flume, Nick Jonas, Seven Lions, Broods, Urban Cone, Coldplay, Ellie Goulding, Lorde, Zara Larson, Hilary Duff og Adam Lambert.