Tix.is

Um viðburðinn

Þar sem samkomubann hefur verið sett á í landinu þarf Þjóðleikhúsið, eins og aðrar sviðslistastofnanir, að fresta sýningum um óákveðinn tíma. Helstu sviðslistastofnanir þjóðarinnar, þar á meðal Þjóðleikhúsið, eru í samstarfi um viðbrögð vegna Covid-19 veirunnar. 
Um leið og nýjar dagsetningar verða ákveðnar verður send út tilkynning. Sú regla gildir um miðakaup, að ef dagsetningu viðburðar er breytt, þá færast miðarnir sjálfkrafa á nýja dagsetningu. Ef ný dagsetning hentar ekki hafa stofnanirnar ákveðið að veita kaupanda rétt á endurgreiðslu, að því tilskildu að ósk um endurgreiðslu berist stofnuninni innan 7 daga frá tilkynningu um nýja dagsetningu.

Starfsfólk Þjóðleikhússins mun halda áfram að undirbúa næstu sýningar og næsta leikár. Við leggjum allt kapp á að viðhalda sköpunargleðinni í leikhúsinu, og hlökkum til að taka á móti ykkur í Þjóðleikhúsinu um leið og aðstæður leyfa.

Leikkonan og grínistinn Saga Garðarsdóttir ætlar að prófa nýtt efni fyrir uppistand og tala um tilfinningar sínar. Á svona prufukvöldi þá fá áhorfendur tækifæri til að skyggnast inn í frekar óritskoðaðan huga uppistandarans áður en hann nær að slípa sig og smyrja fyrir allar árshátíðirnar og sumarhátíðirnar sem eru frammundan. Frábært tækifæri til að sjá Sögu sem berskjaldaðasta.

Það eru óumflýjanlegt við gerð nýs uppistands að maður misstígur sig þónokkuð áður en maður nær flugi. Komið og horfið á mig detta á rassinn.


Einnig verður hjónabandsráðgjafinn, Kristín Tómasdóttir, með stutt erindi um hvernig megi fyrirbyggja vondar ákvarðanir í makavali og hljómsveit skipuð Mána Arnarsyni og Sögu flytur að lokum frumsamið prógram.