Tix.is

Um viðburðinn

Uppistand - Bestu mínar 

Þú hefur séð þær fylla Þjóðleikhúskjallarann, Tjarnarbíó og Hard Rock að undanförnu. Næst á dagskrá er glæný sýning og veisluhald á Kex, í Gamla Nýló.

Fyndnustu mínar er heitur, ferskur og nýr uppistandshópur sem hefur komið sem ferskur andblær inn í íslensku uppistandssenuna og hlotið frábærar viðtökur. Hópinn skipa Lóa Björk Björnsdóttir, Rebecca Scott Lord og Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir, að ógleymdri Sölku Gullbrá Þórarinsdóttur sem er í þungunarleyfi um þessar mundir. 

„Þær eru svo ógeðslega fyndnar og nettar að ég hætti að vera uppistandari og gerðist rithöfundur“ Dóri DNA, rithöfundur og fyrrum uppistandari 

„Eina sem mér finnst leiðinlegt við að hafa farið þrisvar að sjá sýningu með þeim þremur er að þær eru allar í sambandi og mig langar alltaf svo eftir öll showin að byrja með þeim“ Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur 

DJ Mellí heldur stuðinu gangandi. Búast má við glóðvolgu dansgólfi að sýningu lokinni.