Tix.is

Um viðburðinn

Fimmtudagskvöldið 12.mars verður tónleikasögustund í Hannesarholti með Gísla Helgasyni blokkflautuskáldi úr Vestmannaeyjum og Herdísi Hallvarðsdóttur bassaleikara úr Skaftahlíðinni í Reykjavík. Þau hafa lengi fengist við tónlist, Herdís spilaði með Grýlulnum, Karma, Hálft í hvoru og Islandicu, og Gísli spilaði með Arnþóri tvíburabróður sínum í mörg ár og var einn upphafsmanna Vísnavina, hann lék með Islandicu og Hálft í hvoru og fleiri hljómsveitum. Hann hefur komið að gerð fjölmargra hljómplatna og hljómdiska. Auk þess hefur hann verið afkastamikill dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu.

Með þeim verður Guðmundur Benediktsson gítarleikari og söngvari, en hann lék Jesú Krist í uppfærslu á Jesus Christ Superstar í Austurbæjarbíói 1973 og hefur leikið með fjölda hljómsveita, þ.á.m. Brimkló, Mánum, og Islandicu, en sú hljómsveit ferðaðist víða erlendis og hélt á annað hundrað tónleika í 10 löndum Evrópu.

Flutt verða mörg af lögum þeirra Gísla og Herdísar, sagðar skemmtisögur og salurinn virkjaður með í fjöldasöng.

Kvöldverður á 1.hæðinni á undan. Borðapantanir í síma 511-1904 og á hannesarholt@hannesarholt.is