Tix.is

Um viðburðinn

Unnur Birna og Björn Thoroddsen verða í Skyrgerðinni Hveragerði ásamt hljómsveit þann 29. febrúar næstkomandi.

Árið 2019 var þeim einstaklega gjöfult en þau ferðuðust vítt og breitt um landið við mikið lof nær og fjærstaddra. Þau gáfu út lagið Mother Goose eftir sjálfan Ian Anderson forsprakka Jethro Tull en Unnur hefur einmitt reglulega verið að fara erlendis að spila með þeim.

Sjá hér á Spotify

Á fyrstu mánuðum ársins 2020 munu þau fara víða um landið og reyna eftir fremsta megni að vekja kátínu hjá gestum hverju sinni.

Á komandi tónleikum verður farið vítt í stílum og stíllbrigðum og mikið ferðaleg sem verður þann 29. febrúar næstkomandi í Skyrgerðinni. Í raun ekki hægt að segja hvert þeir munu leiða okkur.

Þeim til halds og trausts verða þeir
Skúli Gíslason á trommur
Sigurgeir Skafti Flosason á bassa.