Tix.is

Um viðburðinn

Hádegistónleikarnir í Hannesarholti sunnudaginn 8.mars eru helgaðir gyðingatónskáldum sem voru bönnuð, hrakin burt eða send í fangabúðir af nasistum sem álitu sköpunarverk þeirra „úrkynjuð“.

Ágúst Ólafsson barítón, Sigríður Ósk Kristjánsdóttur mezzósópran og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari flytja söngljóð eftir Eisler, Korngold og Mahler ásamt útsetningum Ferdinand Reuter á gyðingaþjóðlögum sem þau Engel Lund söfnuðu. Einnig munu þau flytja lög eftir Victor Urbancic sem flúði ógnarstjórn Nasista og settist að á Íslandi. Flytjendur munu segja frá lífi tónskáldanna og tónlist, en efnisskráin er mjög fjölbreytt, frá dramatískum ljóðaflokkum yfir í léttleika þjóðlaganna.

Veitingahúsið í Hannesarholti er opið alla sunnudaga frá 11.30-17.00