Tix.is

Um viðburðinn

Verðlaunamyndin Chasing the Present verður frumsýnd á Íslandi sunnudaginn 8. mars kl. 20 í Bíó Paradís. Sýningin fagnar einnig útgáfu tónlistarinnar úr myndinni, sem er eftir íslenska tónlistarmanninn Snorra Hallgrímsson. 

Chasing the Present er sláandi heimildamynd sem fylgir James Sebastiano í baráttu sinni við kvíðaröskun. Myndin er tekin upp í Bandaríkjunum, Indlandi, Íslandi og Perú, og inniheldur m.a. viðtöl við Russell Brand og Marina Abramovic. Í myndinni spyr James hvers vegna manneskjur eins og hann, sem virðast eiga allt, geta samt þjáðst af lamandi kvíðaköstum. 

Árið 2019 hlaut myndin verðlaun sem besta heimildamyndin á Rhode Island International Film Festival og Chelsea Film Festival, ásamt Grand Jury Prize á Awareness Film Festival. 

Aðalpersóna myndarinnar James Sebastiano og leikstjóri hennar Mark Waters verða báðir viðstaddir sýninguna, og munu ásamt Snorra svara spurningum áhorfenda að sýningu lokinni. 

Kvikmyndatónlist er eftir Snorra Hallgrímsson, en myndin inniheldur einnig tvö lög eftir Ólaf Arnalds.