Tix.is

Um viðburðinn

Guðrún Gunnarsdóttir, Margrét Eir og Regína Ósk ætla að flytja lög sem þær stöllur Dolly Parton, Linda Ronstadt og Emmylou Harris sungu saman á 8unda og 9unda áratugunum. Tónlistin flokkast sem "Mountain music” og er oftast mjög fallega rödduð í þessum stíl. Lögin þekkja flestir, lög eins og Jolene, To know him is to love him ofl. Textarnir segja sögur úr lífinu, fullir af tilfinningum sem snerta þann sem hlýðir á og lögin eru af plötunum Tríó I og Trío II sem selst hafa í miljónatali um allan heim og unnu til fjölda verðlauna.

Hendur í höfn er í u.þ.b. 30 mín akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og er rómað fyrir ljúffengan mat og kökur ásamt huggulegu umhverfi.

Fyrir þau sem vilja nýta tækifærið og borða fyrir tónleika, þá er æskilegt að bóka borð á hendurihofn@hendurihofn.is