Tix.is

Um viðburðinn

Eftir vel lukkaða daga við upptöku á næstu plötu telja Ljótu hálfvitarnir sig hafa nægilegt loft í belgnum til að svífa í sjálft höfuðvígi sjálfsöryggisins. Þeir hyggjast þenja sig í nokkra klukkutíma í Skjólbrekku sem hluti af Vetrarhátíð við Mývatn, laugardagskvöldið 7. mars. Vafalaust gusast þar út nokkur af nýju lögunum í bland við gömlu dansana. Herlegheitin hefjast klukkan 21 og aðgangseyririnn er 4.500 kr.