Tix.is

Um viðburðinn

IceWeb ráðstefnan verður haldin 30. september 2020 á Hilton Reykjavík Nordica. Við hvetjum alla unnendur vefmála sem ætla að mæta á #iceweb2020 til að skrá sig sem fyrst á ráðstefnuna en miðasala hefst innan skamms. Íslensku vefverðlaunin verða svo haldin um kvöldið á sama stað.

Aðalfyrirlesarar IceWeb 2020 verða þau Ingrid Haug og Pablo Stanley.

Ingrid Haug er einn stofnenda hinnar þekktu hönnunar-ráðstefnu Design Matters í Kaupmannahöfn auk þess að vera stofnandi Usable Machine sem er hönnunarstúdíó með fókus á notendaupplifun (UX). Þegar Ingrid er ekki upptekin við að skipuleggja Design Matters sækist hún eftir að vinna við skapandi og ögrandi hönnunar verkefni með það að markmiði að gera tæknina fallegri og notendavænni.

Pablo Stanley er viðmótshönnuður og teiknari frá Mexíkó, búsettur í San Francisco, sem hefur tekist á frábæran máta að tengja saman fallegar teikningar og viðmótshönnun. Hann er yfirhönnuður hjá InVision auk þess að vera einn af stofnendum Carbon Health og að halda úti Latinx Who Design samfélaginu sem kemur Latinx hönnuðum á framfæri.

Pablo er afar vinsæll fyrirlesari um vefhönnun og hefur komið ítrekað fram á ráðstefnum Awwwards auk No Code Conf, Design Matters o.fl. o.fl.

Fundarstjóri er Ragnheiður H. Magnúsdóttir.

Félagsmenn í SVEF greiða 19.900 en aðrir 29.900. Einungis félagsmenn geta keypt miða á SVEF-verði. Þeir sem kaupa á SVEF-verði og eru ekki skráðir í félagið verða sjálfvirkt skráðir í félagið og rukkaðir um árgjald (14.900 kr).

Fyrirlesarar á IceWeb 2020

AÐALFYRIRLESARAR:
Pablo Stanley
, yfirhönnuður hjá Invision
Ingrid Haug, stofnandi Design Matters og Usable Machines
-
Edda Jónsdóttir, verkefnastjóri á Skrifstofu þjónustu og reksturs hjá Reykjavíkurborg

Erla María Árnadóttir, hönnuður hjá Studio Erla & Jónas

Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvæmdastjóri GRID

Hjörtur Hilmarsson, framkvæmdastjóri 14islands í Stokkhólmi

Stein Erik Skotkjerra, sérfræðingur í stafrænu aðgengi allra

Tinna Þuríður Sigurðardóttir, rannsakandi hjá Cyren

Fundarstjóri er Ragnheiður H. Magnúsdóttir hjá Veitum