Tix.is

Um viðburðinn

Agile vinnustofa með Kolibri!

Í Agile vinnustofu Kolibri læra þátttakendur að byggja upp teymi sem skila raunverulegu virði snemma, hratt og oft. Við kynnumst (eða frískum upp á þekkinguna á) Agile hugarfarinu og aðferðunum með stuttum kynningum, líflegum umræðum og verklegum æfingum.

Kolibri hefur verið í fararbroddi við notkun og útbreiðslu Agile aðferða á Íslandi, og beitir þeim óspart í dag í verkefnum fyrir ánægða viðskiptavini á borð við TM, Reykjavíkurborg, Valitor og Kiwi.com.

Leiðbeinandi í námskeiðinu er Baldur Kristjánsson. Baldur hefur starfað við hugbúnaðar- og vöruþróun siðan 2001 og leitt teymi í stórum og flóknum verkefnum. Auk þess hefur Baldur starfað sem stjórnandi og stjórnendaþjálfari þvert á Agile-teymi. Hann hefur starfað hjá Kolibri sem ráðgjafi síðan í maí 2019, og kennt Agile út frá starfi sínu og á eigin vegum síðan 2011.

Umfjöllunarefni námskeiðsins eru:

+ Hvað er Agile, og hver er munurinn á að nota agile og vera agile?
+ Hvernig eru Agile teymi sett saman og hvernig verða þau öflug?
+ Scrum og Kanban - leikreglur, forystuhlutverk og munurinn á þessum tveimur aðferðum
+ Notendamiðuð vöruþróun, notendasögur og sögukort
+ Verkefnastjórnun, áætlanagerð og umfangsmat með agile teymum

Fyrir hverja er námskeiðið?

+ Stjórnendur og forystufólk innan fyrirtækja og stofnana sem vill dýpka skilning sinn á Agile til að geta betur tekist á við stafræna umbreytingu í sínum fyrirtækjum/stofnunum.
+ Verkefnastjóra eða millistjórnendur sem telja að teymin sín myndu hafa hag af betri teymisvinnu sem byggð er á Agile aðferðum.
+ Þekkingarstarfsfólk, s.s. forritara, prófara, hönnuði og viðskiptastjóra sem vill verða betra í að nýta sér Agile aðferðir í sínum teymum.

Innifalið í námskeiðsgjaldinu er:

+ Gagnvirk vinnustofa á netinu þar sem blandað verður saman fyrirlestrum, umræðum og æfingum í hópum.
+ Ótakmarkaður aðgangur að öllum fyrirlestrum í fjarkennsluumhverfi að námskeiði loknu.
+ Aðgangur að ráðgjöf eða leiðsögn frá leiðbeinanda í eina klukkustund í maí eða júní.

Vinnustofan verður haldin 29. og 30. apríl kl. 13:00-16:00, og verður á íslensku.

Við minnum á að flest stéttarfélög niðurgreiða námskeiðsgjöld um allt að 90%. Tryggðu þér miða strax - miðafjöldi á námskeiðið er takmarkaður!