Tix.is

Um viðburðinn

ARG viðburðir kynna með stolti:

Á REKI MEÐ KK

Útvarpsþátturinn á Reki með KK hefur notið gríðarlegra vinsælda undanfarin ár. Þar hefur KK borið á borð tónlist líðandi kynslóða og spilað tónlist frá fyrri hluta síðustu aldar til dagsins í dag.

Á síðastliðnu ári kom upp sú hugmynd að halda tónleika í anda þáttanna og nú, ári síðar, er loksins komið að þessu.

Stefnt er á að endurskapa þá stemmingu sem var á landinu frá árinu 1930, þegar Ríkisútvarpið var stofnað, til ársins 1960. Á þessum árum voru karlakórar, einsöngvarar og kvartetar ríkjandi á tónlistarsviðinu.

KK hefur fengið til liðs við sig fremstu söngvara landsins til að koma fram ásamt hljómsveit Eyþórs Gunnarssons, skipuð úrvals hljóðfæraleikurum.

Söngvarar:
KK
Ágústa Eva
Bogomil Font
Valgerður Guðna

Hljómsveit:
Eyþór Gunnarsson / Hljómborð og píanó
Guðmundur Pétursson / Rafgítar
Andri Ólafsson / Bassi
Einar Valur Scheving / Trommur og víbrafone
Jóel Pálsson / Saxafón og þverflauta
Sigtryggur Baldursson / slagverk
KK / Hryngítar

Einnig koma fram:
Karlakórinn Esja, undir stjórn Kára Allanssonar og Rek kvartetinn.

Leikstjórn: Jón Gunnar Þórðarson

Miðaverð frá 3.990 kr.