Tix.is

Um viðburðinn

Uppselt

Nú verður sannkölluð sveitatónlistarveisla í Bæjarbíói föstudaginn 2. okt 2020. Húsið opnar 18:30 og tónleikarnir byrja 19:00

Seini tónleikar verða kl 21:00  

Húsið opnar 20:30 

Þetta er eitthvað sem aðdáendur sveitatónlistar mega ekki láta framhjá sér fara. 

Miðaverð aðeins 4.990 kr.

Nashville Tennessee sem þekkt er undir nafninu Music City USA, er sú borg þar sem flestir frægustu smellir sveitatónlistarinnar hafa komið fram. Axel O og Stefanía Svavars ásamt hljómveit munu flytja úrval laga frá nokkrum af helstu stjörnum sveitatónlistarinnar frá Nashville. Sérstakur gestur er gítarleikarinn Pedal Steel og Banjo leikarinn Milo Deering frá Texas.

Axel O er aðdáendum sveitatónlistar á Íslandi vel kunnur sem einn helsti söngvari landsins á sviði sveitatónlistar um þessar mundir. Axel O flytur lög frá nokkrum þekktustu stjörnum sveitatónlistarinnar eins og Merle Haggard, Blake Shelton, Toby Keith, Alan Jackson, Johnny Cash svo einhverjir séu nefndir.

Stefaníu Svavars þarf vart að kynna fyrir íslenskum tónleikagestum, enda hefur hún sungið sig inn í hug og hjörtu fólks á undanförnum misserum með sinni miklu og hljómfögru rödd. Stefanía flytur lög frá stjörnum eins og Dolly Parton, Shania Twain, Loretta Lynn, Carrie Underwood, LeAnn Rimes og fl.

Milo Deering er einn virtasti Pedal Steel gítarleikarinn í heimi sveitatónlistarinnar í Bandaríkjunum, auk þess að vera eftirsóttur banjo og gítarleikari. Milo hefur spilað inn á plötur með fjölda heimsþekktra tónlistarmanna eins og LeAnn Rimes, Don Henley, Eli Young band, Madonna og mörgum fleiri. Milo hefur komið fram í fjölda sjónvarpsþátta eins og Tonight Show, David Lettermann, og hefur auk þess komið fram á Emmy verðlaunahátíðinni, Grammy verðlaunahátíðinni og CMA Awards. Milo hefur einnig verið um árabil í tónleikahljómsveit The Eagles. Hljómsveitina skipar einvalalið tónlistarmanna sem allir aðdáendur sveitatónlistar þekkja. 

Það eru þeir:
Magnús Kjartansson á píanó,
Sigurgeir Sigmundsson á gítar,
Birgir Nielsen á trommur,
Dan Cassidy á fiðlu og
Finnbogi Kjartansson á bassa.