Tix.is

Um viðburðinn

Ungar athafnakonur (UAK) halda í þriðja sinn ráðstefnu tileinkaða ungum konum í íslensku atvinnulífi. Þema ráðstefnunnar verður samfélagsleg ábyrgð; hvað felst í henni, hvaða máli hún skiptir og hvaða tækifæri eru til staðar fyrir einstaklinga og fyrirtæki á því sviði. Viðburðurinn er opinn öllum áhugasömum og í ár ber ráðstefnan yfirskriftina Næsta skref í þágu framtíðar.

Þórey Vilhjálmsdóttir mun opna ráðstefnuna og meðal fyrirlesara verða Ásta Fjeldsted, Gréta María Grétarsdóttir, Hrefna Björg Gylfadóttir og Edda Hermannsdóttir. Auk fyrirlestra verða tvær panelumræður á dagskrá en nánari upplýsingar má finna HÉR.

Innifalið í miða á UAK daginn er aðgangur að ráðstefnunni, hádegisverður og kokteilboð eftir að dagskrá lýkur ásamt gjafapoka.