Tix.is

Um viðburðinn

Hania Rani er píanóleikari, tónskáld og tónlistarkona sem ver lífi sínu til jafns heima í Varsjá og í Berlín þar sem hún stundaði nám og starfar tíðum. Hún hefur skrifað fyrir strengi, píanó, raddir og rafknúna hljóðvaka, unnið með fólki á borð við Christian Löffer, Dobrawa Czocher og Hior Chronik og gaf á síðasta ári út hljómplötu með pólsku sveitinni teskno. Hún hefur leikið í mörgum af virtustu tónleikahúsum í Evrópu - allt frá Þjóðarfílharmóníunni í Varsjá og Funkhaus í Berlín til Roundhouse í Lundúnum (þar sem hún þreytti frumraun sína á tíu ára afmælishátíð Gondwana í október síðastliðnum). Þá hefur hún einnig verið meðal atriða á hátíðum á borð við Open’er, Scope Festival og Eurosonic. Píanótónsmíðar hennar urðu til vegna aðdáunar hennar á hljóðfærinu og þrá hennar til að túlka hljóð- og hljómamöguleika þess í heild sinni með eigin hætti.

http://haniarani.com/


----


Tónlist söngvarans og söngskáldsins Jelena Ciric er full af yl, sérvisku og heiðarleika. Í henni má heyra bergmál frá Serbíu, þar sem Jelena fæddist, og uppeldisstöðvum hennar í Kanada. Áhrifa gætir frá þjóðlögum, djassi og popp-tónlist. Að endingu er það þó sögukonan sem skín í gegn – og sagan sem hún segir er í senn full af umróti, skerandi inn að hjarta og óborganlega fyndin.

http://www.jelenaciric.com/