Tix.is

Um viðburðinn

Björn Thoroddsen hefur verið þungaviktarmaður í íslensku djass-senunni frá táningsaldri. Björn kom upp ásamt sterkum póstum í senunni, síðar lá leið hann til náms við Guitar Institute (MI í dag) og við heimkomu 1982 hefur hann verið einn af okkar allra fremstu gítarleikurum. Hann hefur gefið út um 40 plötur í eigin nafni eða hljómsveitum

Björn hlaut nafnbótina djass-spilari ársins 2003 ásamt of mörgum viðurkenningum til að telja hér upp. Hann hefur haldið úti Gítarhátíðinni Guitarama hér á landi í fjórtán ár og fengið alla helstu gítarleikara landsins ásamt þekktum erlendum stórstjörnum. Þá haldið hefur hann einnig haldið hátíðina erlendis.

Unnur Birna var nú ekki fædd á þeim tíma þegar Björn var að ryðja sína braut, það er þó góð tenging því Björn var á þeim tíma kaupa gítarleikarinn í Studíó Glóru hjá föðurbróður Unnar, Labba.

Unnur Birna byrjar á Barnsaldri að leika á fiðlu og píanó en báðir foreldrar hennar eru píanóleikarar. Það var fyrir fermingu sem Unnur var farin að spila dinner og slík gigg með karli föður sínum á Akureyri sem og kunningjum úr Tónlistarskólanum á Akureyri. Það voru síðan árin sem mótuðu hana þegar haldið var úti Django hátíð á Akureyri árin 1999-2008 en á þeim síðustu var Unnur andlit og aðalnúmer hátíðarinnar. Þar kom t.d. af og til Björn nokkur Thoroddsen, má segja að hann sé nokkurs skonar faðir Django senunar á íslandi. Þar var einnig reglulegur gestur Robin Nolan en bæði Unnur og Björn hafa leikið reglulega með honum hérlendis sem og erlendis.

Síðustu misserin hafa þau verið sýnileg mjög í djass-senunni hér heima og erlendis en þó einnig komið að mörgum öðrum stílum og spilað með aragrúa af listamönnum og hljómsveitum enda mikil hæfileikabúnt.

Með þeim á Múlanum þann 28. febrúar næstkomandi verður Sunnlenska Rhytma-parið Skúli Gíslason á trommur og Sigurgeir Skafti á bassa, en þeir hafa á síðastliðnum árum verið að sanna sig sem einhverjir albestu spilarar landsins hvor í sínu fagi.

https://www.facebook.com/unnurbirna/
https://www.facebook.com/bjossithor/

https://open.spotify.com/artist/1cYVSKESuL3zoufjIka2xW
https://open.spotify.com/artist/5SkZqVqveSRtewVcyjmfoI

Það er því mikil spenna fyrir komandi giggi á múlanum þann 28. febrúar klukkan 20:00.

Fram koma:
Unnur Birna, söngur og fiðla
Björn Thoroddsen, gítar
Sigurgeir Skafti Skúlason, bassi
Skúli Gíslason, trommur