Tix.is

Um viðburðinn

"Ég fer niður að strönd í von um að ég sjá hana. Mér var sagt að ef maður sæi Undine á ströndinni þá yrði maður enn saklausari. Ég píri augun út í saltan vindinn uns mér svíður svo að ég get ekki haldið þeim opnum lengur. Ég sé hana ekki, né Undine."

Dularfull kona á drungalegri strönd. Hún er rekald á ströndinni og úrhark samfélagsins.

Hennar margslungna furðusaga er sögð með heillandi blöndu brúðuleiks og hefðbundins leikhúss.

Sæhjarta endurskapar og endurvekur gömlu sagnirnar um urturnar sem komu á land og fóru úr selshamnum til að búa og elska meðal manna.

Ath! Sýnt á ensku 14. og 19. febrúar. Sýnt á íslensku 27. febrúar.

Handrit og leikur: Greta Clough

Leikstjórn: Sigurður Líndal Þórisson

Tónlist og hljóðmynd: Júlíus Aðalsteinn Róbertsson

Leikmynd og lýsing: Egill Ingibergsson