Tix.is

Um viðburðinn

Þann 21. febrúar næstkomandi verða ljúfir og notalegir tónleikar í Friðheimum í Reykholti. Þar mun Tríó Rebekku Blöndal stíga á stokk og bera á borð ljúfa djass tónlist. 

Rebekka er ein efnilegasta djass söngkona landsins og hefur verið iðin við að koma fram undanfarin misseri. Hún hefur komið fram í sjónvarpi, ýmsum tónleikastöðum og viðburðum s.s. Sumardjass á Jómfrúnni, Kex Hostel, Múlanum Jazz klúbbi, Freyju Jazz og fleira. Með Rebekku eru þeir Ásgeir Ásgeirsson á gítar og Sigmar Þór Matthíasson á kontrabassa. 

Húsið opnar kl. 19:30
Tónleikar hefjast kl. 20:00

Sala miða við inngang 2.500 kr. (ath. ekki er tekið við greiðslukortum)