Tix.is

Um viðburðinn

Einn stærsti íshokkíviðburður Íslands haldinn á Akureyri. 

Heimsmeistaramót kvenna í 2. deild íshokkí verður haldið í Skautahöllinni á Akureyri 23. – 29. febrúar 2020. 

Þátttökuþjóðir auk Íslands eru Úkraína, Tyrkland, Nýja Sjáland, Króatía og Ástralía.  

Dagskrá mótsins, upplýsingar um leikina og úrslit má finna á heimasíðu mótsins, iihf.com 

Það er mjög mikilvægt að stelpurnar okkar fái góðan stuðning úr stúkunni og hvetjum við alla að tryggja sér miða í tíma og mælum við með vikupassa sem gildir á alla leiki mótsins. 

Allur hagnaður miðasölu verður notaður í uppbyggingu íshokkí kvenna á Íslandi. 

Dagspassi, gildir á alla leiki viðkomandi dags, kr 2.000.-

Vikupassi, gildir á alla leiki mótsins, kr 6.000.