Tix.is

Um viðburðinn

Vegna COVID-19 veirunnar hefur sú ákvörðun verið tekin, eftir mikla umhugsun, að fresta Músíktilraunum til sumars. Stefnt er á að halda Músíktilraunir 2020 í lok maí, byrjun júní en endanleg dagsetning liggur ekki fyrir að svo stöddu.

í tilkynningu frá Hinu Húsinu kemur eftirfarandi fram: Við höfum tekið þessa ákvörðun því okkur er annt um upplifun hljómsveitanna og áhorfanda á hátíðinni og teljum það okkar samfélagslegu ábyrgð að sýna varkárni þegar ungt fólk er að koma saman af allri landsbyggðinni.


Músíktilraunir er tónlistarhátíð sem stendur yfir í 5 daga. Hátíðin á sér yfir 38 ára sögu en fyrstu tilraunirnar fóru fram árið 1982. Ungmenni á aldrinum 13-25 ára geta sótt um þátttöku með því að senda inn umsókn á heimasíðu tilraunanna og greiða þátttökugjald. Undankvöldin eru fjögur þar sem u.þ.b. 40 hljómsveitir keppa að því takmarki að komast áfram á úrslitakvöldið.

Um 10-12 hljómsveitir komast í úrslit og hljóta efstu þrjár sveitirnar glæsileg verðlaun. Efnilegustu hljóðfæraleikararnir eru einnig valdir af dómnefnd en áhorfendur velja vinsælustu hljómsveitina með símakosningu. Undanfarin ár hefur úrslitakvöldinu verið útvarpað um land allt af Rás 2 og árið 2016 hóf Ríkissjónvarpið að streyma úrslitakvöldinu í beinni útsendingu á www.ruv.is.

Músíktilraunirnar veita frábært tækifæri til þess að fylgjast með grasrótinni í íslensku tónlistarlífi og hafa hljómsveitir á borð við Of Monsters and Men, Samaris, Vök og Between Mountains borið sigur úr bítum undanfarin ár. Undankvöldin verða 21. mars – 24. mars 2019 kl. 19:30 og er miðaverð á hvert undankvöld 1500 kr.

Úrslitakvöldið er haldið 28. mars kl. 17:00 og er miðaverð 2000 kr.

Nánari upplýsingar er að finna á:
www.musiktilraunir.is
www.facebook.com/musiktilraunir

Icelandair er aðalbakhjarl Músíktilrauna.