Tix.is

Um viðburðinn

Franski píanóleikarinn Laurent Cabasso heldur hádegistónleika í Hljóðbergi Hannesarholts sunnudaginn 26. apríl kl. 12.15.

Á efnisskránni eru eftirtalin verk:

Bach:

     Tokkata í c-moll BWW 911

Debussy:

     Tvær myndir úr bók 1

     Ljósbrot á vatni

     Hreyfing

Ravel :    

     Tveir speglar

     Klukknadalur

     Alborada del Gracioso                  

Debussy:

     Gleðieyjan

                                 Hlé

Schubert :

     Sónata-Fantasía í G-dúr D. 894


     1   Molto moderato e cantabile

     2   Andante

     3   Menuetto : allegro moderato

     4   Allegretto

Cabasso nam píanóleik við Conservatoire National Supérieur de Musique et de Danse (CNSMD) í París, þar sem hann hlaut 18 ára fyrstu verðlaun fyrir bæði einleik og kammertónlist. Að afloknu námi þar og framhaldsnámi vann hann sigur í fjölmörgum alþjóðlegum keppnum og hóf feril bæði sem einleikari og í kammertónlist.

Hann hefur haldið fjölda tónleika um alla Evrópu, í Bandaríkjunum og Asíu, jafnt einleikstónleika og leikið með virtum hljómsveitum. Hann hefur jafnframt verið eftirsóttur til þátttöku í kammertónleikum. Síðustu árin hefur hann gegnt prófessorsstöðu við tónlistarháskólann í Lyon, en þar áður í Strassbourg. Hann heldur enn reglulega masterclass-námskeið, jafnt í Frakklandi sem annars staðar.

Hljóðritanir Cabasso þykja gefa skýra mynd af nálgun hans í tónlist en þar er einkum eftirtektarverð túlkun hans á Schumann, Prokofiev og Beethoven, en hljómdiskur hans með verkum þess síðastnefnda var valinn einn af hljómdiskum síðasta árs hjá dagblaðinu Le Monde. Nýjasti hljómdiskur Cabasso, þar sem hann flytur Diabelli-tilbrigði Beethovens og Wanderer fantasíu Schuberts, hefur enn fremur hlotið mikið lof gagnrýnenda.

Veitingastofur Hannesarholts eru opnar frá 11:30-17 og framreiðir helgardögurð til 14:30.