Tix.is

Um viðburðinn

Verið velkomin á stórskemmtilegan sirkusdag sirkuslistafélagsins Hringleiks!
Sirkussýningar, námskeið, heimildarmynd, blöðrur og margt fleira.

Upplagt fyrir forvitna og áhugasama um sirkus eða þá sem eru að leita að almennum skemmtilegheitum á sunnudegi, hvort sem fólk vill prófa sjálft, njóta sýninganna eða bara fá sér popp eða slaka á á kaffihúsi Iðnó!

Húsið opnar kl. 13 og dagskránni lýkur kl. 16.

Passi yfir daginn á alla viðburði kostar 2.000 kr. í forsölu, en verður á 2.500 kr. við hurð. Passann í forsölu má nálgast hér.

Allur ágóði miðasölu mun renna til framtíðarverkefna og sirkusstarfs Hringleiks.

Sirkusdagurinn 2. febrúar
13:00 Námskeið í jafnvægislistum
13:30 Sýning frá Æskusirkusnum
14:00 Djöggl-námskeið
14:30 Sýning á heimildarmyndinni The Arctic Circus eftir Sandbox Documentaries, sem fylgdu íslensku sirkusfólki eftir árin 2018-2019 (enskt tal)
15:00 Námskeið í akróbatík (félagafimleikar)
15:30 Sýning frá meðlimum Hringleiks

Nóg verður um að vera yfir allan daginn. Sirkussjoppan verður uppi og blöðrulistamenn verða á vappi.
Kaffihús Iðnó verður að sjálfsögðu opið.