Tix.is

Um viðburðinn

Minningarsjóður Jóns Sefánssonar heldur minningartónleika í nafni Jóns þann 22. febrúar 2020. Minningartónleikarnir eru haldnir samhliða úthlutun úr Minningarsjóðnum. Markmiðið er að halda árlega minningartónleika og fá nemendur og samstarfsfólk Jóns og Ólafar Kolbrúnar í gegn um tíðina til að koma saman til að heiðra minningu Jóns.

Í ár kemur Eivør heim til þess að minnast Jóns.

Það verða hlýlegir sóló tónleikar með Eivöru Pálsdóttur. Eivør hefur í gegn um árin gefið út ellefu plötur og er núna að vinna í þeirri tólftu sem kemur út síðar á þessu ári. Á þessum nánu og persónulegu tónleikum mun hún flytja blöndu af nýju og gömlu efni með gítarinn sinn.


Þau Jón Stefánsson og Ólöf Kolbrún Harðardóttir urðu miklir örlagavaldar í sönglífi Eivarar en Ólöf Kolbrún kenndi Eivøru söng í Söngskólanum í Reykjavík. Eivör kom mikið fram sem einsöngvari með kórum Langholtskirkju ásamt þess að vera fastagestur á Jólasöngvum Kórs Langholtskirkju.

Á tónleikunum verður úthlutað í annað sinn úr Minningarsjóði Jóns Stefánssonar. Aðgangseyrir rennur óskiptur í sjóðinn.“Markmið sjóðsins er að styðja ungt fólk sem er að hasla sér völl á sviði tónlistar og styrkja önnur verkefni sem stjórn sjóðsins metur að falli að hugsjónum Jóns Stefánssonar. Þessi verkefni geta verið af ýmsum toga og er það stjórnar stjóðsins að velja verkefni eftir reglum sjóðsins á hverjum tíma. Almennt er miðað við að tilnefndir einstaklingar hafi lokið framhaldsnámi í tónlist og séu að  hefja eða komnir í tónlistarnám á háskólastigi.“


www.minningarsjodurjs.com