Tix.is

Um viðburðinn

Bubbi Morthens heldur hugljúfa tónleika á Valentínusardaginn 14. febrúar í Bæjarbíói, Hafnarfirði. Í fyrra seldist upp á viðburðinn á örskömmum tíma.

Gerðu Valentínusardaginn ógleymanlegan fyrir elskuna þína með rómantískum Bubba tóneikum.

Eins og alþjóð veit þá er lagasafn Bubba stórt og yfirgripsmikið. Þar er efni í vel rúmlega heila tónleika sem samanstanda eingöngu af ástarlögum. Bubbi verður á einlægum nótum og mun segja sögurnar sem liggja að baki sumum laganna. 

Einstök stund með ástsælasta tónlistarmanni Íslands.

Húsið opnar kl. 19:30 og tónleikarnir hefjast 20:30