Tix.is

Um viðburðinn

Tónleikar fiðlu- og víóluleikarans Marco Fusi rannsaka möguleika 6-7 strengja barrokkhljóðfærisins viola d’amore. Með því að nota lifandi rafhljóð, eykst hljóðheimur hljóðfærisins og upp magnast óendanlegir möguleikar litadýrðar þess. Þessir tónleikar eru lokahluti af ferð hljóðfæraleikarans um hljóðheim hljóðfærisins, sem byrjaði á Sumartónleikum í Skálholti 2018, en nú bætast við tveir frumflutningar.

Efnisskrá:
David Brynjar Franzson
The Cartography of Time (2016/20) - Heimsfrumflutningur á útgáfu fyrir VdA og rafhljóð

Bergrún Snæbjörnsdóttir
Temperance (2018)

Halldór Smárason
Snowing Inside (2018/20)

Ba´ra Gi´slado´ttir
ORF (en li´ka axir og o¨nnur pyntingatæki) (2018)

Þuríður Jónsdóttir
INNI, Musica da camera (2013/20) - Heimfrumflutningur á útgáfu fyrir VdA og rafhljóð

Þráinn Hjálmarsson
Utter / Enunciate (2018)

Marco Fusi er fiðlu- og víóluleikari sem leikur einnig á viola d’amore og pantar gjarnan ný verk og vinnur náið með tónskáldum til þess að rannsaka hljóðfærið betur og auka við verkaskrá þess. Hann hefur unnið með mörgum upprennandi og heimsþekktum tónskáldum og tekur upp fyrir þekkt útgáfufyrirtæki eins og Kairos, Stradivarius, Col Legno, Geiger Grammofon. Hann er virkur kennari, rannsakandi og gestafyrirlesari um heim allan.

Myrkir Músíkdagar