Tix.is

Um viðburðinn

Ljóðasveigurinn Kafka Fragments, meistaraverk ungverska tónskáldsins Györgys Kurtág, í flutningi Herdísar Önnu Jónasdóttur, sópransöngkonu og Elfu Rúnar Kristinsdóttur, fiðluleikara.

Tónverkið byggir á textabrotum eftir Kafka, úr dagbókum hans, minnisbókum og bréfum og er í 40 stuttum köflum.

Herdís Anna Jónasdóttir lærði við Listaháskóla Íslands og Hanns Eisler tónlistarháskólann í Berlín. Að loknu námi var hún eitt ár við Alþjóðlega óperustúdíóið í Zürich, og hlaut svo fastráðningu við Ríkisleikhúsið í Saarbrücken. Herdís hefur hlotið mikið lof fyrir söng og leik sinn, en hún kom nýverið fram í hlutverki Violettu í La Traviata hjá Íslensku óperunni, sem hún hlaut Grímuverðlaunin fyrir.

Elfa Rún Kristindóttir lærði á fiðlu í Listaháskóla Íslands og í tónlistarháskólunum í Freiburg og Leipzig í Þýskalandi. Hún hefur komið fram sem einleikari og kammermúsikspilari á hinum ýmsu tónlistarhátíðum og tónlistarhúsum út um allan heim. Sem konsertmeistari kemur Elfa reglulega fram með hópum eins og Akademie für alte Musik Berlin eða Concerto Köln.

György Kurtág (f. 1926) er þekktasta og mest spilaða lifandi tónskáld Ungverjalands.

www.elfarun.com
www.herdisanna.com

Myrkir músikdagar