Tix.is

Um viðburðinn


Reykjavik International Games fara fram í þrettánda sinn dagana 23. janúar til 2. febrúar 2020. Leikarnir eru afreksíþróttamót og mikil íþróttahátíð þar sem keppt er í rúmlega 24 einstaklingsíþróttagreinum. Flestir mótshlutarnir fara fram í Laugardalnum og nágrenni hans. Keppnin skiptist niður á tvær mótshelgar en einnig er ráðstefna um jafnrétti barna og unglinga í íþróttum hluti af dagskránni.  

Reykjavíkurleikarnir eru haldnir til að auka samkeppnishæfni íslenskra íþróttamanna og draga úr ferðakostnaði þeirra með því að búa til einstakan alþjóðlegan viðburð hér í Reykjavík sem dregur til sín sterka erlenda keppendur.  Það er Íþróttabandalag Reykjavíkur í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík sem standa að leikunum.  

Reikna má með að hátt í þúsund erlendir gestir frá fjölmörgum löndum taki þátt í leikunum í ár ásamt um 2000 íslenskum íþróttamönnum.  

Nánari upplýsingar um keppnisgreinar, dagskrá o.fl. er að finna á heimasíðu leikanna rig.is og einnig á facebook síðu leikanna hér.

Þú getur nálgast miða á fyrri helgina hér