Tix.is

Um viðburðinn

Foreign Monkeys, Horrible Youth og Rock Paper Sister leiða saman hesta sína á tónleikum á Hard Rock Café laugardagskvöldið 1. febrúar nk.

Bæði Foreign Monkeys og Horrible Youth sendu frá sér plötur á nýliðnu ári og hafa félagarnir í Rock Paper Sister með Eyþór Inga í broddi fylkingar verið iðnir við kolann undanfarin ár og gefið frá sér þó nokkrar smáskífur sem hafa hljómað á öldum ljósvakans.

Lofað er kröfugri jaðar rokkveislu af gamla skólanum!